ELDUR & VATN 

Leiðbeinandi: Þórunn Björnsdóttir
Aldur: 9-12 ára

Þórunn Björnsdóttir, betur þekkt sem Tóta, er tónmenntakennari að mennt og stýrði kórstarfi í Kársnesskóla í yfir fjörtíu ár. Tóta hefur verið öflug í uppbyggingu barnakórastarfs og kórar hennar hafa verið virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi í áratugi. Tóta leggur áherslu á að ná til allra barna, með gleði í söng og samkennd í fyrirrúmi. Í vinnustofunni kynnast þátttakendur íslenskri tónlist og nota rödd sína til að kanna undur náttúrunnar — frá mjúkum vatnsdropum til glóðandi elda.

FIRE & WATER 

Instructor: Þórunn Björnsdóttir
Age: 9-12 years old

Þórunn Björnsdóttir, known as Tóta, is an experienced choir conductor and music teacher. She established a strong choir program at Kársnesskóli, where the choirs have been active participants in the Icelandic music scene for decades. Tóta’s main goal is to engage all children, with the joy of singing and empathy at the forefront. This is a lively singing workshop where singers use their voices to explore the wonders of nature — from gentle streams to glowing flames — guided by Tóta’s inspiring energy and love for music.

KLAPPLEIKIR

Leiðbeinendur: Siggi & Ingibjörg
Aldur: 9-12 ára

Hvaða tónlist er hægt að finna í öllum menningarsamfélögum?Klappleiki barna! Í þessar smiðju læra söngvararnir alls kyns skemmtilega klappleiki frá ýmsum heimshornum, unnið verður með líkama, rödd og létt slagverk og vinaböndin fléttuð í gegnum tónlist. Siggi & Ingibjörg hafa starfað saman í smiðjuvinnu með börnum og ungmennum um árabil og leggja áherslu á gleði, sköpunarkraft og valdeflingu þátttakenda í tónlist og tónsmíðum. Sigurður Ingi er slagverksleikari og spilar á allt sem gefur frá sér hljóð og Ingibjörg Fríða söngkona sem elskar að syngja í kór!

CLAPPING GAMES

Instructors: Siggi & Ingibjörg
Age: 9-12 years old

What music can be found in all cultures? Children’s clapping games! In this workshop, the singers learn all kinds of fun clapping games from different parts of the world, working with the body, voice and light percussion – and building friendships through music. Siggi & Ingibjörg have worked together in workshops with children and young people for years, using creative music communication methods. They emphasize joy, creativity and empowering participants through music and composition. Sigurður Ingi is a percussionist and plays everything that makes a sound, and Ingibjörg Fríða is a singer who loves to sing in a choir

NORRÆN ÞJÓÐLAGATÓNLIST & LANGSPIL

Leiðbeinendur: Rebekka & Jón Arnar
Aldur: 12-15 ára

Rebekka Ingibjartsdóttir er íslensk tónlistarkona og kórstjóri búsett í Osló. Jón Arnar Einarsson er leiðari básúnudeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og langspilsleikari. Í vinnusmiðjunni kafa þátttakendur inn í heillandi heim norrænnar þjóðlagatónlistar og kynnast íslenska strokhljóðfærinu langspili. Þátttakendur læra að syngja íslensk þjóðlög í skemmtilegum útsetningum í skapandi félagsskap.

NORDIC FOLKSONGS & LANGSPIL

Instructors: Rebekka & Jón Arnar
Age: 12-15 years old

Rebekka Ingibjartsdóttir is an Icelandic musician and choir conductor living in Oslo. Jón Arnar Einarsson is the principal trombonist of the Iceland Symphony Orchestra and langspil player. In this workshop, participants dive into the enchanting world of Nordic folk music and get to know the Icelandic string instrument, the langspil. They will sing beautiful arrangements of icelandic and nordic folk songs.

TAKTUR & TEXTI

Leiðbeinendur: Steinunn & Keli
Aldur: 12-15 ára

Taktur og texti er skapandi tónlistarsmiðja sem Steinunn Jónsdóttir, tónlistarkona og danskennari og Hrafnkell Örn Guðjónsson (Keli) tónlistarmaður og trommari leiða. Í smiðjunni mætast raftónlist og textagerð, en þátttakendur semja saman takt í tölvuforriti og texta með dyggri aðstoð leiðbeinenda. Að lokum verður lagið bæði tekið upp og æft fyrir lifandi flutning, svo allir fái tækifæri til að prófa sig áfram í tónlistarsköpun og flutningi.

RHYTHM & LYRICS

Instructors: Steinunn & Keli
Age: 12-15 years old

Join Steinunn Jónsdóttir, musician, dance teacher, and Hrafnkell Örn “Keli” Guðjónsson, musician and drummer, for a creative music workshop where electronic beats meet lyric writing. Participants will collaborate to create rhythms using computer software and write lyrics, guided step by step by the instructors. By the end of the workshop, the song will be both recorded and rehearsed for a live performance, giving everyone a hands-on experience in songwriting and performance

MÓTUÐ AF NÁTTÚRUNNI

Tónlist íslenskra kvenna

Leiðbeinandi: Helga Margrét Marzellíusardóttir
Aldur: 16-24 ára

Helga Margrét er kórstjóri, tónskáld og útsetjari með víðtæka reynslu í bæði klassískri og rytmískri kórstjórn. Hún hefur meðal annars stjórnað Hinsegin kórnum frá stofnun hans og samið tónlist og útsetningar fyrir kóra, sönghópa og hljómsveitir – þvert á stíla og stefnu.

Í þessari vinnusmiðju verður lögð áhersla á íslenska tónlist eftir konur, mótaðar af íslenskri náttúru.

INSPIRED BY NATURE

Music by Icelandic Women

Instructor: Helga Margrét Marzellíusardóttir
Age: 16-24 years

Helga Margrét is a conductor, composer, and arranger who creates works for choirs, vocal groups, and soloists across a wide range of skill levels and styles. She is trained in both classical and rhythmic choir conducting and has led several different ensembles, including the Reykjavík Queer Choir from its beginning. In this workshop, singers will explore the vibrant world of Icelandic music through works by female composers, guided by Helga Margrét’s creative and inspiring approach.